Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. maí 2022 15:03
Elvar Geir Magnússon
Frændi Raiola tekur við skjólstæðingum hans
Mino Raiola fyrir miðju og Vincenzo Raiola, lengst til hægri.
Mino Raiola fyrir miðju og Vincenzo Raiola, lengst til hægri.
Mynd: Getty Images
Frændi Mino Raiola, Vincenzo Raiola, hefur tekið við þeim leikmönnum sem voru á hans snærum. Fréttatilkynning þess efnis að Mino Raiola væri látinn eftir veikindi var send út á laugardag.

Hann var 54 ára og var umtalaðasti umboðsmaður heims. Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Haaland voru meðal skjólstæðinga hans.

Vincenzo Raiola tekur nú við keflinu ásamt brasilíska lögmanninum Rafaela Pimenta sem vann náið með Mino Raiola.

Rafaela hefur þegar byggt upp vinnusamband með Pogba og sér um að reyna að færa honum eins góðan samning og mögulegt er núna þegar samningur hans við Manchester United er að renna út.

Einnig verður fróðlegt að sjá hvað gerist hjá Haaland í sumar þegar riftunarákvæði í samningi hans við Borussia Dortmund tekur gildi.

Vincenzo, einnig kallaður Enzo, hefur unnið með leikmönnum í ítalska boltanum og er með góð sambönd við ýmsa þjálfara í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner