Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2022 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gefið okk­ur nýja vídd sem við höf­um ekki haft"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur komið frábærlega inn í lið Breiðabliks í upphafi tímabils. Ísak hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í fyrstu þremur leikjum Bestu deildarinnar. Ísak skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Breiðabliks gegn FH í gær.

Ísak hefur mest verið að spila meira úti vinstra megin í þriggja manna sóknarlínu Breiðabliks. Breiðablik missti Árna Vilhjálmsson og Thomas Mikkelsen frá síðasta tímabili og höfðu einhverjir orð á því að Blikum vantaði framherja eða 'níu'. Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var spurður út í Ísak í viðtali eftir leik í gær.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 FH

„Ísak er svo sem að spila svipaða stöðu og Árni spilaði í fyrra og að mögu leyti hefur sömu eiginleika, skilar sér í sömu svæði og gerir sömu hluti þannig það er í raun lítill munur á því sem við erum að gera núna og í fyrra. Ísak hefur auðvitað byrjað þetta frábærlega, skorað fjögur mörk og lagt upp. Að sama skapi hefur Kiddi gert frábæra hluti í 'níunni' eða hvað menn vilja kalla þetta og Jason síógnandi úti hægra megin. Þetta er svipað og í fyrra og við höfðum svo sem ekki áhyggjur af því hvort við værum með hreinræktaða níu eða ekki," sagði Dóri við Fótbolta.net.

Fáránlega sterkur og snöggur
Umræddur Kiddi, Kristinn Steindórsson, var til viðtals á mbl.is eftir leikinn og var spurður út í Ísak. Hann vildi meina að Ísak kæmi með nýja vídd sem Blikar höfðu ekki haft í sínum leikmannahópi.

„Já, hann er bú­inn að koma skemmti­lega á óvart í stöðu sem ekki var bú­ist við að hann myndi spila en hann hef­ur vaxið því­líkt hjá okk­ur. Maður sá á æf­ing­un­um, þegar var farið að stytt­ast í mótið, að hann væri á fínni leið, bæði inn­an hóps­ins og í því sem við erum að gera," sagði Kiddi við Víði Sigurðsson á mbl.is.

„Svo hef­ur hann bara verið frá­bær í þess­ari stöðu og gefið okkur nýja vídd sem við höf­um ekki haft. Hann er fá­rán­lega sterkur og snögg­ur, en líka klók­ur og góður á bolt­ann. Hann hef­ur smellpassað inn í liðið," sagði Kiddi.
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
Dóri Árna: Aldrei spurning eftir að seinni hálfleikurinn byrjaði
Athugasemdir
banner
banner
banner