Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2022 16:43
Elvar Geir Magnússon
Ísland getur ekki fallið í Þjóðadeildinni - Rússar sendir niður
Mynd: Getty Images
UEFA staðfesti í dag áframhaldandi bann á rússnesk lið í keppnum á vegum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar kemur meðal annars fram að karlalandslið Rússlands muni ekki taka þátt í Þjóðadeildinni en þar átti liðið að vera í riðli með Íslandi í B-deildinni.

Rússar munu sjálfkrafa enda í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þar með falla niður í C-deild.

Auk Íslands eru Ísrael og Albanía í riðlinum en keppni hefst í júní og lýkur í september.

Þá hefur UEFA tilkynnt að Portúgal muni taka sæti Rússlands á EM kvenna í sumar. Portúgal lék við Rússland og tapaði í umspili fyrir mótið.

Þá munu rússnesk félagslið ekki fá að taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða tímabilið 2022/23 og umsókn Rússlands um að halda EM karlalandsliða 2028 eða 2032 var dæmd ógild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner