banner
   mán 02. maí 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð innkoma hjá Michael Jackson
Getur verið ánægður.
Getur verið ánægður.
Mynd: Getty Images
Michael Jackson hefur verið að gera ansi gott mót frá því hann tók við Burnley af Sean Dyche.

Það kom mjög á óvart þegar Dyche var rekinn úr starfi fyrir rúmlega tveimur vikum síðan. Hann hafði stýrt Burnley með mjög góðum árangri í um tíu ár.

Jackson, sem var þjálfari varaliðsins, tók við af Dyche til bráðabirgða en hann mun eflaust fá að stýra liðinu út tímabilið í ljósi þess hvernig árangurinn hefur verið frá því hann tók við.

Fjölmiðlamaðurinn Richard Jolly segir frá því á Twitter að Jackson sé búinn að ná í fleiri stig en allir stjórar Watford á þessari leiktíð.

Watford er þekkt fyrir það að skipta um stjóra eins og nærbuxur. Félagið hefur verið með þrjá stjóra á þessari leiktíð og er Jackson búinn að fá fleiri stig en þeir allir, eða tíu talsins.

Burnley er sem stendur í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá fallsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner