Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. maí 2022 09:15
Elvar Geir Magnússon
Rashford fær tækifæri hjá Ten Hag - Juventus vill Gabriel
Powerade
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Rashford, Lingard, Gabriel, Milner, Lewandowski, Neves, Tielemans, Jorginho og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Gleði og gaman í boði Powerade.

Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford (24) hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United en mun fá tækifæri til að sanna sig undir stjórn Erik ten Hag. Enski miðjumaðurinn Jesse Lingard (29) gæti einnig verið áfram. (Sun)

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Magalhaes (24) hjá Arsenal er á óskalista Juventus fyrir sumarið. (Gianluca Di Marzio)

James Milner (36), fyrrum miðjumaður enska landsliðsins, hefur fengið tilboð um eins árs samning í viðbót við Liverpool en framtíð Mohamed Salah (29) er enn í óvissu. (Telegraph)

Barcelona segist ekki hafa fundað með umboðsmanni Robert Lewandowski (33) um möguleg skipti frá Bayern München í sumar. (Movistar)

Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans (24), sem er samningsbundinn Leicester til 2023 vill helst fara til Spánar ef hann yfirgefur Leicester. Real Madrid hefur áhuga. (Sacha Tavolieri)

Declan Rice (23), miðjumaður West Ham, hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester City og Manchester United. Enski landsliðsmaðurinn segir mikilvægt að halda sér á jörðinni þrátt fyrir umræðuna. (Sky Sports News)

Njósnari Manchester United fylgdist með Ruben Neves (25) spila fyrir Wolves í 3-0 tapinu gegn Brighton á laugardag. United ku hafa áhuga á portúgalska miðjumanninum. (Birmingham Live)

Juventus hefur boðið Jorginho (30) möguleika á því að snúa aftur í ítölsku A-deildina en samningur ítalska landsliðsmannsins við Chelsea rennur út 2023. (Todofichajes)

Marcos Alonso (31), vinstri bakvörður Chelsea, er einn af möguleikunum sem Barcelona er að horfa til í varnarlínu sína. Alonso hefur áhuga á að snúa heim til Spánar í sumar. (Fabrizio Romano)

Tottenham mun ekki reyna að fá markvörðinn Pierluigi Gollini (27) alfarið frá Atalanta þegar lánssamningur hans rennur út eftir tímabilið. (Calciomercato)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (21), sem hefur verið á láni hjá Marseille frá Arsenal, hefur ýjað að því að hann vilji vera áfram í Frakklandi á næsta tímabili. (Metro)

Napoli horfir til albanska sóknarmannsins Armando Broja (20) sem hefur staðið sig vel hjá Southampton á láni frá Chelsea. (Todofichajes)

Paul Ince, bráðabirgðastjóri Reading, mun funda með eiganda félagsins í þessari viku og ræða framtíðina. Ince náði að bjarga Reading frá falli. (Berkshire Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner