Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. maí 2022 10:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu laglegar afgreiðslur Sveins Arons og Hlínar og stoðsendingar bakvarðanna
Sveinn Aron
Sveinn Aron
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar létu heldur betur að sér kveða í Svíþjóð um helgina. Böðvar Böðvarsson, leikmaður Trelleborg, lagði upp annað mark síns liðs eftir að hafa unnið boltann inn á vítateig andstæðinganna. Böðvar átti fyrirgjöf sem skölluð var í netið. Lokatölur urðu Trelleborg 2 - 2 Brage.

Næst var komið að Sveini Aroni Guðjohnsen sem fékk tækifærið í byrjunarliði Elfsborg. Hann fékk boltann inn á vítateig og skoraði með föstu skoti sem fór í slána og þaðan í netið. Lokatölur Degerfors 0 - 6 Elfsborg.

Þá var komið að Hlín Eirkísdóttur sem skoraði sigurmarkið í leik Piteå gegn Brommapojkarna. Hlín fékk boltann fyrir utan vítateig og skoraði með snyrtilegu skoti fyrir utan teig. Hlín skaut með vinstri væti og boltinn fór í stöngina og þaðan í netið. Markið var þriðja mark Hlínar í sænsku deildinni og lokatölur urðu Brommapojkarna 0 - 1 Piteå.

Loks lagði Valgeir Lunddal Friðriksson upp þriðja mark Häcken á móti Varbergs með laglegri fyrirgjöf. Lokatölur Häcken 3 - 1 Varbergs.

Mark Hlínar má sjá eftir 25 sekúndur hér





Athugasemdir
banner
banner
banner