Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. maí 2022 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Smá óþægilegt að vita ekki hvar maður verður á næsta tímabili"
Í leik áður en hann var settur í frystinn
Í leik áður en hann var settur í frystinn
Mynd: Getty Images
Samningur Jóns Dags Þorsteinssonar við AGF rennur út í sumar og í mars greindi hann frá því að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við danska félagið. Það hafði þær afleiðingar að Jón Dagur var settur út úr hóp og hafði ekki spilað með liðinu síðan í febrúar þegar hann fékk kallið fyrir leik liðsins í gær.

Sjá einnig:
Furðuleg skilaboð til hópsins - „Það var eiginlega það skrítnasta við þetta"

Fótbolti.net ræddi við Jón Dag í dag og spurði hann út í þróun mála varðandi hans næsta áfangastað á ferlinum.

Ertu eitthvað nær því að finna þér nýtt félag?

„Þetta [staða Jóns Dags hjá AGF] hefur tekið mikla einbeitingu af því. Ég var kominn á þann stað að vera skoða hverjir mínir möguleikar væru. Svo kemur upp að ég sé að fara spila aftur og þá vil ég klára þetta almennilega áður en ég fer í framhaldið," sagði Jón Dagur.

„Það er ennþá langt í næsta tímabil þannig séð og nægur tími til að hugsa um það. Svo eru líka landsleikir í sumar og ennþá nóg framundan áður en ég þarf að taka ákvörðun. Það er smá óþægilegt að vita ekki hvar maður verður á næsta tímabili en það kemur bara í ljós á næstu vikum og mánuðum myndi ég halda," sagði Jón Dagur.

Sjá einnig:
Jón Dagur á förum frá AGF - Fer að öllum líkindum frá Danmörku
Athugasemdir
banner