Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. júní 2021 18:00
Elvar Geir Magnússon
Aðeins 26% áhorfenda hlynntir notkun VAR
Margir eru pirraðir yfir VAR.
Margir eru pirraðir yfir VAR.
Mynd: Getty Images
Aðeins 26% af áhorfendum í ensku úrvalsdeildinni styðja notkun VAR myndbandsdómgæslunnar samkvæmt nýrri könnun. Þessi könnun er eitt af því sem horft er til af ensku deildinni þegar skoðað verður með hvaða hætti hægt er að bæta VAR.

Meðal þeirra stuðningsmanna sem fara á völlinn sögðu 95% að VAR myndi draga úr ánægjunni við áhorf og 44% sögðu að tæknin myndi minnka líkurnar á því að þeir færu á fleiri leiki. Af áhorfendum sem horfa gegnum sjónvarp sögðu 94% að VAR hefði neikvæð áhrif.

Helst er talað um áhrifin sem VAR hefur á það þegar mörkum er fagnað og þann tíma sem tekur að taka ákvarðanir.

„Það er tilfinning meðal stuðningsmanna að VAR hefur tekið í burtu góðar stundir á leikdögum og dregið úr því að mörkum sé fagnað. Við vonum að hlustað verði á raddir stuðningsmanna og þetta kerfi verði bætt," segir Tom Greatrex, varaformaður stuðningsmannasamtaka Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner