Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. júní 2021 18:44
Victor Pálsson
Ancelotti sagður hafa óttast um starfið
Mynd: Getty Images
Everton missti knattspyrnustjóra sinn í gær þegar Carlo Ancelotti var tilkynntur sem nýr stjóri Real Madrid.

Ancelotti náði fínum árangri með Everton en liðið hafnaði þó aðeins í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar í vetur.

Eftir sex ára fjarveru er Ancelotti mættur aftur til Real en hann stýrði liðinu frá 2013 til ársins 2015.

Samkvæmt enskum miðlum þá óttaðist Ancelotti að fá sparkið frá stjórn Everton áður en hann samþykkti að taka við spænska félaginu.

Í vor lét Ancelotti það út úr sér að hann væri ekki á förum frá Everton en hann tók við liðinu í desember 2019.

Daily Mail er á meðal þeirra sem greina frá því að Ancelotti hafi ekki verið öruggur í starfi en gengi Everton undir lok tímabils var ekki gott.

Hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun Ítalans er óljóst en ljóst er að hann hefur verk að vinna á Santiago Bernabeu eftir afar slakt tímabil Real.
Athugasemdir
banner
banner