Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 02. júní 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Biður liðsfélagana að hafna launalækkun - „Peningurinn fer í Mbappe"
Sergio Ramos er á förum
Sergio Ramos er á förum
Mynd: EPA
Leikmaður Real Madrid hefur greint félaginu frá því að Sergio Ramos, fyrirliði liðsins, sé að hringja í leikmenn og segja þeim að hafna launalækkunum en spænski íþróttafréttamaðurinn Jose Ramón de la Morena segir þetta í útvarpsþættinum El Transistor.

Ramos verður samningslaus í sumar og ætlar sér ekki að framlengja en það er talið hann sé á leið til Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Hann er afar ósáttur með stjórn Madrídinga og hefur félagið beðið leikmenn um að taka á sig launalækkun til að koma rekstrinum aftur í jafnvægi.

Ramos segir það hins vegar vera þvælu og að Real Madrid ætli að nýta peninginn í að fá Kylian Mbappe frá PSG.

Ónefndur leikmaður Real Madrid hefur greint félaginu frá þessu en það gæti þó eitthvað verið til í þessu.

Real Madrid gekk frá samningum við austurríska landsliðsmanninn David Alaba á dögunum. Hann kemur á frjálsri sölu frá Bayern München og mun þéna 12 milljónir evra í árslaun.

Áætlaður launakostnaður Real Madrid fyrir árið 2021 er um 250 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner