mið 02. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher um stjórastöðuna hjá Everton: Benítez er augljós kostur
Rafael Benitez
Rafael Benitez
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Rafael Benítez sé augljós kostur í stjórastöðuna hjá Everton en hann skrifar áhugaverðan dálk um málið í Telegraph.

Carlo Ancelotti hætti með Everton í gær og gerði í kjölfarið þriggja ára samning við Real Madrid.

Nú er laust pláss hjá Everton og hafa mörg nöfn komið til greina en David Moyes, Steven Gerrard og Nuno Espirito Santo hafa verið orðaðir við félagið.

Carragher bendir þó á fyrrum lærimeistara sinn, Rafael Benítez, sem er án starfs eftir að hann hætti með kínverska liðið Dalian.

„Núna þegar Carlo Ancelotti er farinn aftur til Real Madrid þá hlýtur Farhad Moshiri, eigandi Everton, að velta fyrir sér hvenær hann fær næst tækifæri til að ráða fyrrum þjálfara Real Madrid og þjálfara sem hefur unnið Meistaradeildina og er með reynslu úr úrvalsdeildinni," skrifaði Carragher.

„Hvað þá þjálfara sem getur komið núna. Þegar þessar fréttir bárust með Ancelotti þá hugsaði ég hver væri hæfari í starfið en Rafael Benítez?"

„Rafa er laus og er vel kunnugur svæðinu og ég er viss um að hann væri klár í þetta ef Moshiri myndi íhuga að næla sér í þjálfara sem yrði ein óvæntasta þjálfararáðning í sögu Merseyside."

„Benítez ætti alla vega að vera í umræðunni þegar Moshiri fer að skoða möguleikana. Moshiri þarf þó að vita nákvæmlega hvaða stefnu liðið á að taka í fótboltanum áður en hann ákveður hver á að taka við. Everton reyndi og reyndi undir Ancelotti með reynslumikinn þjálfara og stórt nafn. Ef það er það sem Moshiri vill þá er Benítez augljós kostur, "
skrifaði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner