Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. júní 2021 13:11
Elvar Geir Magnússon
Drátturinn í 8-liða úrslit: Bikarmeistararnir fá Þrótt í heimsókn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag miðvikudag. Drátturinn var í beinni lýsingu hér á Fótbolta.net.

Tvö Lengjudeildarlið voru í pottinum. Afturelding mun heimsækja Breiðablik og FH heimsækir Fylki.

Drátturinn:
Breiðablik - Afturelding
Fylkir - FH
Selfoss - Þróttur
ÍBV - Valur

8-liða úrslitin eiga að vera leikin 25. og 26. júní.
13:09
Þá er drættinum lokið! Möguleikar á spennandi undanúrslitaleikjum.

Eyða Breyta
13:08
BREIÐABLIK - AFTURELDING

Alvöru verkefni fyrir Lengjudeildarliðið í Mosfellsbæ.

Eyða Breyta
13:07
FYLKIR - FH

Eftir sigurinn gegn Þór/KA fer FH í lautarferð.

Eyða Breyta
13:06
SELFOSS - ÞRÓTTUR

Bikarmeistararnir fá Þróttarakonur í heimsókn.

Eyða Breyta
13:05
ÍBV - VALUR

Valskonur fara í Herjólf. Gæti orðið skemmtilegur leikur.

Eyða Breyta
13:04


Þetta er að fara af stað. Margrét Lára dregur heimalið og Klara mótherja.

Eyða Breyta
13:02
Útsendingin er hafin. Helena Ólafsdóttir, Klara Bjartmarz og Margrét Lára sjá um dráttinn. Verið er að rifja upp leikina í 16-liða úrslitunum áður en byrjað er að hræra í pottunum.

Eyða Breyta
12:51
Jæja stutt í dráttinn en það er rétthafinn Stöð 2 Sport sem sér um hann. Dregið er í myndveri á Suðurlandsbraut í beinni útsendingu.

Þess má geta að 8-liða úrslitin eiga að vera leikin 25. og 26. júní.

Eyða Breyta
12:15
16-liða úrslitin voru leikin á þremur dögum. Þau hófust á sunnudag með 7-1 útisigri Þróttar á Austurlandsúrvali Fjarðabyggðar/Egilsstaða/Fáskrúðsfjarðar.

Á mánudag gerði ÍBV góða ferð í Garðabæinn og vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni. Fylkir rúllaði yfir Keflavík 5-1 og Breiðablik lagði Tindastól 2-1.

16-liða úrslitunum lauk svo í gær.

Eyða Breyta
12:15
Ekkert Cupset á Húsavík



Valskonur komu sér í 8-liða úrslitin með því að vinna Völsung 7-0 á Húsavík í gær. Gönguferð á Vodafonevellinum fyrir norðan.

Eyða Breyta
12:15
Mun Selfoss verja titilinn?

Mjólkurbikarinn 2020 var ekki kláraður og því er Selfoss ríkjandi bikarmeistari eftir að hafa tekið titilinn 2019. Selfoss vann KR 3-0 á útivelli í 16-liða úrslitum í gær og Alfreð Elías, þjálfari Selfyssinga, segir að markmiðið sé að verja titilinn.

"Öll liðin sem eru eftir eru góð lið. Þetta gefur liðinu og bæjarfélaginu mikið ef við förum alla leið. Eigum við ekki að segja að það sé nýtt ævintýri í uppsiglingu," sagði Alfreð í viðtali sem sjá má hérna.



Eyða Breyta
12:15
Tvö Lengjudeildarlið í pottinum
Afturelding komst í 8-liða úrslitin með því að vinna 2-0 útisigur gegn Grindavík í gær. FH vann óvæntan sigur gegn Þór/KA í Kaplakrika, sá leikur fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Eyða Breyta
12:15
Góðan og gleðilegan daginn! Dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag miðvikudag. Drátturinn hefst kl. 13:00 og verður fylgst með honum í beinni lýsingu hér á Fótbolta.net.

Liðin sem verða í drættinum eru:

Pepsi Max deild: Valur, Breiðablik, Selfoss, Fylkir, ÍBV, Þróttur R.

Lengjudeild: Afturelding, FH.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner