Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. júní 2021 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef ég hefði getað valið 5 eða 6 hægri bakverði þá hefði ég gert það"
Wan-Bissaka er ekki í hópnum
Wan-Bissaka er ekki í hópnum
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, tilkynnti í gær 26-manna leikmannahóp sem fer fyrir Englands hönd á EM í sumar.

Það vakti athygli að þeir Kyle Walker, Kieran Tripper, Reece James og Trent Alexander-Arnold eru allir í hópnum. Allir eru þeir hægri bakverðir.

Aaron Wan-Bissaka, fastamaður í næstbesta liði ensku úrvalsdeildarinnar - Manchester United, er ekki í leikmannahópnum.

Southgate segir að ef hann hefði getað valið fimm eða sex hægri bakverði í hópinn þá hefði hann gert það.

„Við erum með fjóra leikmenn sem spila stundum hægri bakvörðinn fyrir sín félagslið. Þeir eru einfaldlega á meðal 26 bestu leikmanna þjóðarinnar og þess vegna eru þeir í hópnum. Ef ég hefði getað valið 5 eða 6 hægri bakverði þá hefði ég gert það."

„Við erum mættir til að spila níu leiki, þegar erum við með nokkra tæpa og við verðum að vera tilbúnir í allar aðstæður sem geta komið upp,"
sagði Southgate.

Englands mætir Króatíu í fyrsta leik riðilsins þann 13. júní. Skotland og Tékkland eru einnig í riðlinum.

Sjá einnig:
Enski landsliðshópurinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner