Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 02. júní 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eins og maður sé að lýsa einhverri vísindaskáldsögu"
Emil Atlason svekktur
Emil Atlason svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson
Arnór Gauti Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fylkir og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli á sunnudag í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Emil Atlason, framherji Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik þegar Stjarnan leiddi 0-1 í Árbænum.

„Á 37. mínútu leiksins lét Emil Atlason veiða sig í einhvern pirring og setti hnéð í Arnór Gauta Jónsson sem féll með tilþrifum. Verðskuldað rautt spjald og þarna sveik Emil liðsfélaga sína sem þurftu að vera manni færri í meira en helminginn af leiknum," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrsluna á Fótbolti.net eftir leik.

Atvikið var til umræðu í Innkastinu sem tekið var upp eftir umferðina. Þeir Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson og Tómas Þór Þórðarson ræddu atvikið.

„Það er svo erfitt að segja frá þessu, þetta er svo skrítið að manni finnst eins og maður sé að lýsa einhverri vísindaskáldsögu. Boltinn er á leiðinni frá marki Stjörnunnar, í átt að marki Fylkis. Arnór Gauti er að elta bolta sem er að skoppa til baka og hann er með Emil Atlason í rassgatinu á sér og Emil, í staðinn fyrir að elta hann uppi og setja pressu, tekur þá stórmerkilegu ákvörðun að reka hnéð upp í afturendann á Arnóri Gauta sem kryddar þetta hressilega, sagði Tómas.

„Ég held að Vilhjálmur Alvar (dómari) hefði alltaf gefið honum rautt en Arnór Gauti meiddi sig ekki svona mikið. Hann fann snertinguna og þetta var klókt að öskra sig hásan," bætti Tómas við.

„Þetta er mjög vont, sérstaklega ef hnéð fer á milli vöðva í lærið eða rassinn," sagði Gunni.

„Ég held ég hafi aldrei séð hann skeyta skapi á fótboltavelli. Hann er mjög harður, fastur og ákveðinn en ég man ekki eftir að hafa séð hann missa hausinn. Allt sem er í gangi þarna sprakk þegar Emil Atlason dettur í stundarbrjálæði og lætur reka sig út af fyrir þetta ótrúlega atvik," sagði Tómas.

„Þarna skilur hann liðsfélagana sína eftir, 10 á móti 11," sagði Elvar.

Í kjölfarið var rætt um glímuna milli Djair og Heiðars Ægissonar. Elvari fannst að Ásgeir Eyþórsson hefði átt að fá rauða spjaldið fyrir að mæta með offorsi í kjölfarið á atvikinu.

Emil fékk eins leiks bann fyrir brotið.

Rauða spjaldið á Emil má sjá í spilaranum hér að neðan. Neðst má finna umræðuna í Innkastinu í hljóðformi sem og viðtöl við Þorvald Örlygsson, þjálfara Stjörnunnar og Brynjar Gauta Guðjónsson, liðsfélaga Emils.


Toddi: Klaufalegt hjá Emil að láta gabba sig
Brynjar Gauti: Hann er voða sorry yfir þessu
Innkastið - Heitt í hamsi í Pepsi Max og ljótt orð í landsleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner