mið 02. júní 2021 17:31
Victor Pálsson
Ekki séns að Bale leggi skóna á hilluna
Mynd: EPA
Það er 'ekki séns' að Gareth Bale muni hætta eftir EM í sumar að sögn landa hans frá Wales, Joe Rodon. Rodon er á mála hjá Tottenham eins og Bale var í vetur.

Talað hefur verið um að Bale sé að setja fótboltann til hliðar eftir annars ansi gott tímabil með Tottenham í vetur í láni frá Real Madrid.

Þessi 31 árs gamli leikmaður skoraði 16 mörk fyrir Tottenham í öllum keppnum en framtíð hans er þó óljós.

Meiðsli hafa sett strik í reikning Bale í mörg ár en hann mun þó leika með Wales á EM í sumar sem hefst 11. júní.

„Ekki séns. Þetta snýst allt um Gareth,"/i> sagði Rodon í samtali við Sky Sports.

„Enginn hjá Wales vill að hann sé nálægt því að leggja skóna á hilluna. Við viljum halda honum eins lengi og hægt er."/i>

Miðillinn ABC á Spáni greindi á meðal annars frá því að Bale myndi hætta eftir mótið í sumar en það er ekki rétt að sögn Rodon.
Athugasemdir
banner
banner
banner