Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand gagnrýnir Southgate fyrir að velja Maguire
Maguire meiddist í tæklingu gegn Aston Villa
Maguire meiddist í tæklingu gegn Aston Villa
Mynd: EPA
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Leeds, Man Utd og enska landsliðsins, hefur gagnrýnt Gareth Southgate fyrir að velja Harry Maguire í enska landsliðið fyrir EM í sumar.

Southgate er þjálfari enska landsliðsins og Maguire einn af lykilmönnum liðsins. Maguire hefur glímt við ökklameiðsli og er ekki heill heilsu og möguleiki að hann geti ekki tekið þátt í mótinu.

Maguire og Jordan Henderson eru báðir tæpir en ekki er hægt að skipta þeim út fyrir mót þar sem sú regla, sem veitir leyfi til að skipta út leikmönnum, gildir einungis um ný meiðsli - eftir að hópurinn hefur verið tilkynntur.

Ferdinand er á því að velja Maguire geti truflað undirbúning landsliðsins.

„England þurfti annan miðvörð, mér finnst eins og Southgate sé með þessu vali að segja að það verði spiluð þriggja manna vörn. Maguire er ekki einu sinni heill, ég hefði ekki valið hann. Þú ert ekki klár og ekki klár strax, þetta skil ég ekki," sagði Ferdinand á FIVE Youtube-rásinni sinni.

„Ég hef verið í hópum þar sem leikmenn hafa ekk verið heilir og þeir standa sig ekki eins vel þegar þeir eru ekki klárir. Mér finnst að það eigi ekki að velja leikmenn sem eru tæpir. Þetta er sögulína sem gæti verið truflandi. Þurfum við á því að halda? Vonandi samt skilar þetta einhverju, ég myndi elska það ef þetta heppnast og Maguire spilar og stendur sig," sagði Ferdinand.

Maguire tjáði sig í dag um meiðslin og sagðist vera á batavegi.
Athugasemdir
banner
banner