Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. júní 2021 19:36
Victor Pálsson
Fyrsti landsleikur Benzema síðan 2015 - Klikkaði á vítaspyrnu
Mynd: EPA
Karim Benzema er nú að leika sinn fyrsta franska landsleik frá árinu 2015 en liðið leikur við Wales í vináttuleik.

Benzema er einn besti framherji heims en hann hefur lengi verið nían í stjörnuprýddu liði Real Madrid.

Benzema spilaði þó síðast fyrir landsliðið árið 2015 en hann var ásakaður um að hafa kúgað fé úr liðsfélaga sínum Mathieu Valbuena.

Allt fór á fullt eftir þessar ásakanir og var Benzema ekki valinn á EM 2016 og heldur ekki HM 2018.

Hann sneri þó aftur í kvöld gegn Wales og verður hluti af franska landsliðshópnum á EM alls staðar í sumar.

Benzema lék fyrsta landsleikinn sinn árið 2007 og hefur skorað 27 mörk í 81 leik fyrir þjóð.

Framherjinn fékk gullið tækifæri til að koma Frökkum yfir gegn Wales í dag en hann klikkaði á vítaspyrnu á 27. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner