mið 02. júní 2021 20:37
Victor Pálsson
Hummels og Muller sneru aftur á völlinn fyrir Þýskaland
Mynd: Getty Images
Thomas Muller og Mats Hummels sneru aftur í byrjunarlið Þýskalands í kvöld í leik gegn Danmörku í vináttulandsleik.

Það eru nokkuð stórar fréttir fyrir Þýskaland en leikmennirnir höfðu ekki spilað fyrir þjóð sína í tvö ár.

Joachim Low, landsliðsþjálfari, ákvað árið 2019 að velja ekki leikmennina tvo ásamt Jerome Boateng sem var ekki valinn í þetta sinn. Hann vildi leyfa yngri leikmönnum að njóta sín á stóra sviðinu.

Gengi Þýskalands hefur þó ekki verið frábært undanfarna mánuði og undirbýr liðið sig nú fyrir keppni á EM í sumar. Bæði Hummels og Muller eru í hópnum.

Þýskaland stóðst alls ekki væntingar á HM í Rússlandi árið 2018 og var því ákveðið að breyta til í leikmannahópnum.

Muller er 31 árs gamall í dag og leikur með Bayern Munchen. Hummels er 32 ára og leikur með Dortmund.

Staðan í leiknum eftir 82 mínútur er 1-1.
Athugasemdir
banner