mið 02. júní 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kemur í ljós um helgina hversu mikið Sveindís getur spilað
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir er í landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag. Sveindís meiddist fyrir um mánuði en er komin til baka eftir meiðslin og spilaði hálftíma um liðna helgi með Kristianstad.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í stöðuna á Sveindísi á blaðamannafundi í gær.

„Ég held hún sé ekki klár í að spila 90 mínútur. Það kemur kannski í ljós um helgina. Hún spilaði rúman hálftíma í síðasta leik. Ég geri ekki ráð fyrir að hún sé að fara spila tvo 90 mínútna leiki," sagði Þorsteinn.

„Það held ég að sé aldrei að fara gerast," bætti Steini við.

Kristianstad mætir Rosengård á föstudag í lokaleiknum fyrri landsleikjahlé. Sveindís er á láni hjá Kristanstad frá Wolfsburg.

Steini varð til viðtals eftir fundinn í gær og má sjá viðtalið hér að neðan.
„Lít alltaf á að það sé í höndum leikmanna að komast í landsliðið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner