Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG virkjaði ákvæði í samningi Pochettino - Bundinn til 2023
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: EPA
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur virkjað ákvæði í samningi Mauricio Pochettino en hann fær sjálfkrafa eins árs framlengingu og er því samningsbundinn til 2023. Telegraph greinir frá.

Pochettino tók við PSG í byrjun janúar og stýrði liðinu til sigur í franska bikarnum. Liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar og komst þá í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Hann gerði eins og hálfs árs samning við PSG þegar hann skrifaði undir en Tottenham hefur sýnt mikinn áhuga á að fá hann aftur og vill argentínski þjálfarinn aftur til Englands.

PSG vill þó alls ekki missa hann og til að koma í veg fyrir frekari áhuga hefur það ákveðið að virkja ákvæði í samningnum sem gerir félaginu því kleift að framlengja samninginn um ár.

Erlend félög þyrftu því að greiða hærra riftunarverð til að fá hann frá PSG en það verður að koma í ljós hvort það stöðvi Daniel Levy, eiganda Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner