Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. júní 2021 20:12
Victor Pálsson
Segir stjórn Arsenal hafa gert mistök - Arteta ekki klár í verkefnið
Mynd: Getty Images
Stjórn Arsenal gerði mistök með því að ráða Mikel Arteta sem nýjan stjóra félagsins að sögn William Gallas, fyrrum leikmanns liðsins.

Arteta hefur verið gagnrýndur síðan hann tók við keflinu af Unai Emery og hafnaði Arsenal í áttunda sæti deildarinnar í vetur.

Liðið datt einnig úr keppni í undanúrslitum Evrópudeildarinnar gegn einmitt Emery sem þjálfar Villarreal í dag.

Gallas segir að Arteta sé ekki með nógu mikla reynslu til að þjálfa lið á borð við Arsenal og segir að stjórnin hafi gert mistök.

„Mikel Arteta var ekki tilbúinn til að þjálfa lið eins og Arsenal. Allt í lagi, hann var aðstoðarþjálfari Manchester City en hafði ekki þjálfað lið og þar er mikill munur," sagði Gallas.

„Stjórnin gerði mistök með því að ráða hann. Ég er viss um að hann verði frábær stjóri en þú þarft reynslu hjá svona félagi."

„Það er skammarlegt fyrir stuðningsmenn Arsenal eftir að hafa lent í áttunda sæti. Arsenal er ekki sama lið og það var fyrir 18 eða 20 árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner