Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. júní 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sissoko: Kane á skilið að vinna titla
Harry Kane og Moussa Sissoko
Harry Kane og Moussa Sissoko
Mynd: EPA
Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham Hotspur, segir að Harry Kane eigi skilið að vinna titla og mun skilja það ef hann ákveður að fara.

Kane hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham í sumar en Manchester City þykir líklegasti áfangastaðurinn.

Man City vantar framherja inn í hópinn fyrir Sergio Aguero sem samdi við Barcelona á dögunum.

Kane hefur reynt og reynt með Tottenham en hann hefur ekki enn unnið bikar með liðinu en Sissoko segist skilja gremjuna í enska framherjanum.

„Kane vill vinna titla eins og allir leikmenn. Leikmaður í þessum gæðaflokki á skilið að vinna titla á hverju tímabili en því miður þá hefur það mistekist af mörgum ástæðum. Þetta er að drepa hann að innan," sagði Sissoko við Foot Mercato.

„Hann hefur ekki opinberlega sagt að hann ætli sér að yfirgefa félagið. Harry er enn einn af okkur og er einn besti framherji heims. Hann er yfirleitt markahæsti leikmaður deildarinnar eða meðal þeirra markahæstu á hverju ári. Hann átti magnað ár núna því hann var markahæstur og með flestar stoðsendingar."

„Ég veit ekki hvort hann yfirgefi félagið eða ekki en ef hann ákveður að fara þá óska ég honum alls hins besta því hann á skilið að vinna titla fyrir allt sem hann hefur gert. Hann er magnaður leikmaður. Við viljum hafa hann eins lengi og mögulegt er en þetta er á milli hans, eigandans og umboðsmannsins,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner