Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. júní 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Skotar skilja sex til viðbótar eftir heima vegna smitsins
Mynd: Getty Images
Greint var frá því í gær að John Fleck, miðjumaður skoska landsliðsins, hefði greinst með Covid-19 en hann er nú í einangrun.

Skoska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að skilja sex leikmenn til viðbótar eftir heima þegar liðið heldur í æfingaleik gegn Hollandi sem fram fer í Portúgal í kvöld.

Þeir hafa allir fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun en til að lágmarka alla áhættu verða þeir ekki teknir með í leikinn heldur verða eftir í æfingabúðum Skotlands á Spáni.

Það eru þeir David Marshall, Stephen O'Donnell, Nathan Patterson, Grant Hanley, John McGinn og Che Adams.

Fleck er einkennalaus en þarf að vera í einangrun í tíu daga samkvæmt spænskum sóttvarnareglum.

Steve Clarke, stjóri Skotlands, er því bara með 19 leikmenn til taks í fyrri æfingaleik liðsins fyrir EM.

Skotland mætir Lúxemborg í æfingaleik á sunnudag áður en liðið hefur leik í D-riðli Evrópumótsins gegn Tékklandi á Hampden leikvangnum. Skotar eru að taka þátt í stórmóti í fyrsta sinn í 23 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner