Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 02. júní 2021 12:49
Elvar Geir Magnússon
Sky Sport Italia: Viðræður Conte við Tottenham komnar vel á veg
Mynd: Getty Images
Sky Sport Italia segir að Antonio Conte sé í viðræðum um að verða næsti stjóri Tottenham Hotspur og að viðræðurnar séu komnar vel á veg.

Conte er án starfs eftir að hann hætti hjá Inter nokkrum dögum eftir að hafa tryggt liðinu Ítalíumeistaratitilinn.

Hann var ekki tilbúinn að vera áfram hjá Inter en óvissa er hjá félaginu vegna fjárhagsörðugleika og það er niðurskurður framundan.

Conte var orðaður við stjórastarfið hjá Real Madrid og einnig var PSG í umræðunni. Nú virðist sem hann sé nálægt því að taka við stjórnartaumunum hjá Spurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner