Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Udinese vill 40 milljónir evra fyrir De Paul
Rodrigo De Paul
Rodrigo De Paul
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Udinese er búið að gera félögum grein fyrir því að Rodrigo De Paul fer ekki á tómbóluverði í sumar.

Argentínski sóknartengiliðurinn var einn besti leikmaður ítölsku deildarinnar á þessu tímabiili.

Hann skoraði 9 mörk og lagði upp 10 í 36 leikjum en Leeds og Atlético Madríd hafa sýnt honum mikinn áhuga að undanförnu.

De Paul er 27 ára gamall en Udinese mun ekki íhuga tilboð undir 40 milljónum evra.

Atlético bauð Udinese að fá argentínska varnarmanninn Nehuen Perez og 20 milljónir evra en því var hafnað.

Þrátt fyrir alla umræðuna þá er De Paul sáttur hjá Udinese en hann er samningsbundinn til 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner