Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 02. júní 2021 20:55
Victor Pálsson
Vináttulandsleikir: Saka hetja Englands - Þýskaland gerði jafntefli
Mynd: Getty Images
Það fóru fram nokkrir áhugaverðir vináttulandsleikir í kvöld en lið undirbúa sig nú fyrir keppni á EM alls staðar í sumar.

Enska landsliðið spilaði við Austurríki á Riverside vellinum í Middlesbrough og hafði betur með einu marki gegn engu.

Ungstirnið Bukayo Saka skoraði eina mark leiksins en hann er á mála hjá Arsenal og er mikið efni.

Frakkland vann sannfærandi 3-0 sigur á Wales í Nice þar sem Karim Benzema sneri aftur í lið Frakklands en tókst ekki að skora.

Heimamenn voru manni fleiri alveg frá 26. mínútu en Neco Williams fékk þá beint rautt spjald hjá Wales.

Þýskaland og Danmörk gerðu þá 1-1 jafntefli og lauk leik Hollands og Skotlands óvænt með 2-2 jafntefli.

England 1 - 0 Austurríki
1-0 Bukayo Saka ('57 )

Frakkland 3 - 0 Wales
1-0 Kylian Mbappe ('35 )
2-0 Antoine Griezmann ('48 )
3-0 Ousmane Dembele ('79 )

Rautt spjald: Neco Williams, Wales ('26)

Þýskaland 1 - 1 Danmörk
1-0 Florian Neuhaus ('48 )
1-1 Yussuf Poulsen ('71 )

Holland 2 - 2 Skotland
0-1 Jack Hendry ('11 )
1-1 Memphis Depay ('17 )
1-2 Kevin Nisbet ('64 )
2-2 Memphis Depay ('89 )

Hvíta Rússland 1 - 2 Aserbaidsjan
1-0 Maksim Skavysh ('56 )
1-1 Badavi Huseynov ('73 )
1-2 Ramil Sheydaev ('90 )

Rúmenía 1 - 2 Georgía
0-1 Georges Mikautadze ('61 )
0-2 Giorgi Aburjania ('71 )
1-2 Andrei Ivan ('78 )
Rautt spjald: ,Florin Tanase, Romania ('42)Solomon Kvirkvelia, Georgia ('64)

Noregur 1 - 0 Lúxemborg
1-0 Erling Haaland ('90 )

Bosnia Herzegovina 0 - 0 Svartfjallaland
Athugasemdir
banner
banner
banner