Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: GG, Ýmir og RB taka toppsætin
Mynd: Guðmundur Arnar Sigurðsson
Mynd: GG

Það fóru sjö leikir fram í 4. deild karla í gærkvöldi og er RB á toppi B-riðils eftir sigur á heimavelli gegn Stokkseyri.


RB er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Stokkseyringar eru án stiga.

Í C-riðli eru Léttir og Berserkir/Mídas jöfn með sex stig eftir nauma sigra gegn Álftanesi og KM. Uppsveitir eru á toppi riðilsins með sex stig og leik til góða en það vantar upplýsingar úr leik liðsins gegn KB í gærkvöldi sem gæti tryggt toppsæti Uppsveita í bili.

Að lokum deila Ýmir og GG toppsæti C-riðils eftir fjöruga leiki. Ýmir, sem átti fullt hús stiga fyrir gærkvöldið, lenti tveimur mörkum undir gegn Hamri en náði að jafna í seinni hálfleik.

Grindvíkingarnir í GG unnu þá útileik gegn Smára og eru með tíu stig eftir fjórar umferðir, alveg eins og Ýmir. KFR og Hamar eru með sjö stig.

B-riðill:
RB 2 - 1 Stokkseyri
1-0 Reynir Þór Valsson ('10)
1-1 Örvar Hugason ('18)
2-1 Ricardo Ferreira Carvalho ('55)

C-riðill:
Léttir 3 - 2 Álftanes
0-1 Jonatan Aron Belanyi ('17)
1-1 Halldór Arnarsson ('35)
2-1 Róbert Andri Ómarsson ('76)
3-1 Sigurður Tómas Jónsson ('89)
3-2 Andri Janusson ('90)

KB - Uppsveitir
Upplýsingar vantar

Berserkir/Mídas 1 - 0 KM
1-0 Adrían Elí Þorvaldsson ('5)

D-riðill:
KFR 1 - 0 Álafoss
1-0 Ari Rafn Jóhannsson ('6)

Ýmir 2 - 2 Hamar
0-1 Sören Balsgaard ('22)
0-2 Atli Þór Jónasson ('59)
1-2 Hörður Máni Ásmundsson ('62)
2-2 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('72)

Smári 1 - 3 GG
0-1 Óliver Berg Sigurðsson ('28)
1-1 Anton Orri Eggertsson ('29)
1-2 Ivan Jugovic ('59)
1-3 Alexander Veigar Þórarinsson ('79)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
4. deild karla - C-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
4. deild karla - D-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner