Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 02. júní 2022 20:47
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands - Þórir, Hákon og Jón Dagur bestir
Þórir var valinn maður leiksins.
Þórir var valinn maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland byrjaði Þjóðadeildina á jafntefli gegn Ísrael í kvöld. Ísland kom til baka og tók forystuna eftir að hafa lent undir en heimamenn jöfnuðu í 2-2 sem urðu lokatölur.

Rúnar Alex Rúnarsson 6
Gerði í nokkur skipti vel þegar á þurfti að halda. Las andstæðingana vel þegar þeir komust í góð færi.

Alfons Sampsted 5
Leit alls ekki vel út í marki heimamanna en vann sig svo þokkalega upp úr því.

Brynjar Ingi Bjarnason 4 (út '46)
Hann og Alfons í miklu brasi þegar Ísrael skoraði fyrsta mark leiksins. Fékk svo högg í fyrri hálfleiknum og var skipt af velli í hálfleik.

Daníel Leó Grétarsson 5
Skjálfti í honum í fyrri hálfleik en meiri öryggi í þeim seinni.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Lék í vinstri bakverðinum í fyrri hálfleik og miðverðinum í þeim seinni. Lúxus sending frá honum í marki Arnórs en fékk boltann yfir sig í jöfnunarmarki Ísrael. Gerði margt mjög vel en gerði líka mistök.

Birkir Bjarnason 6 ('89)
Reynslubolti sem gefur liðinu mikið en hefur oft verið meira áberandi.

Þórir Jóhann Helgason 8 - Maður leiksins
Átti virkilega flottan leik og sýndi mikla vinnusemi, skynsamur eftir að hann fékk gult spjald snemma leiks. Kom sér í færi og nýtti sér markmannsmistök til að koma Íslandi yfir og hefði getað skorað annað mark. Maður leiksins.

Hákon Arnar Haraldsson 8 ('78)
Gæði, útsjónarsemi og frábærar sendingar. Afskaplega flottur í sínum fyrsta landsleik og hélt uppteknum hætti frá frammistöðu sinni með FCK.

Arnór Sigurðsson 7
Fór illa með rosalega gott færi í fyrri hálfleik en bætti upp fyrir það í seinni hálfleik með flottu marki.

Jón Dagur Þorsteinsson 8 ('78)
Var trekk í trekk að búa til mikil vandræði fyrir bakvörð Ísrael. Öflugar spyrnur í föstum leikatriðum og átti algjörlega skínandi leik. Mjög óheppinn að skora ekki í fyrri hálfleiknum.

Sveinn Aron Guðjohnsen 5 ('60)
Sinnti fínu vinnuframlagi þó hann hafi ekki komið sér í góð færi.

Varamenn:

Davíð Kristján Ólafsson 5 (inn '46)
Smá bras í byrjun eftir að hann kom inná en fann sig svo betur.

Albert Guðmundsson 5 (inn '60)
Kom inn með ferska fætur en var ekki áberandi.

Spiluðu of lítið til að fá einkunn:
Stefán Teitur Þórðarson (inn '78)
Mikael Anderson (inn '78)
Aron Elís Þrándarson (inn '89)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner