Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júní 2022 20:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet á lista yfir kandídata fyrir Malmö
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Guðmundur Svansson
Kvennalið Malmö var nýverið sett aftur á laggirnar og stefnir að því að komast upp í sænsku úrvalsdeildina sem fyrst.

Karlalið Malmö er það sigursælasta í Svíþjóð og er kvennaliðið núna að vinna sig upp.

Fotboll Skane fjallar um það í dag að á næstunni sé mögulegt að yfirmaður fótboltamála verði ráðinn til starfa fyrir kvennaliði; það verði einhver aðili sem muni sjá um að halda utan um uppbyggingu liðsins og að smíða leikmannahóp.

Á tíu manna lista sem er settur fyrir greinina er Elísabet Gunnarsdóttir, sem er þjálfari Kristianstad. Hún er búin að starfa fyrir Kristianstad síðan 2009 og gera magnaða hluti sem þjálfari liðsins.

Hvort Elísabet hafi áhuga á því að hætta að þjálfa til að gerast yfirmaður fótboltamála er stór spurning og væntanlega er það frekar ólíklegt, en það er ljóst að hennar nafn er stórt í sænska kvennaboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner