Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 02. júní 2022 18:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst FH þurfa leikmann eins og Brynjar Gauta
Brynjar Gauti og Óli Jó þekkjast ágætlega þar sem voru saman hjá Stjörnunni á sínum tíma.
Brynjar Gauti og Óli Jó þekkjast ágætlega þar sem voru saman hjá Stjörnunni á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson er að spila minna hlutverk en áður hjá Stjörnunni. Það hafa verið sögur um það að hann sé ósáttur í Garðabænum og vilji komast þaðan.

Rætt var um það í Innkastinu síðast að FH þurfi að fá reyndan miðvörð til að spila með Guðmundi Kristjánssyni í hjarta varnarinnar, einhvern leikmann sem hefur spilað sem miðvörður mestallan sinn feril. Guðmundur var lengi vel miðjumaður en hefur leikið sem miðvörður síðustu ár.

Væri Brynjar Gauti ekki góður kostur?

„Gummi Kri hefur allt til þess að vera afburða hafsent í þessari deild, en ég held að hann þurfi að hafa einhvern reynslumikinn hafsent með sér," sagði Baldvin Már Borgarsson.

„Einhvern til þess að stíga upp og stýra, hafa stjórn á þessu... Eggert Gunnþór (Jónsson) er ekki hafsent frekar en Finnur Orri (Margeirsson). Í grunninn eru þetta allt djúpir miðjumenn."

„FH hefði gott að fá einhvern eins og Björn Berg Bryde, sem var talað um. Núna er Brynjar Gauti úti. Það er gaur sem FH þyrfti að fá inn til að spila miðvörð með Gumma Kri. Þá er hægt að nota Finn Orra á miðjunni, hann er góður miðjumaður. Ég er ekki að segja að hann sé lélegur hafsent, en ég er sammála umræðunni að þeir þurfi að hafa 'born and bred' miðvörð með sér," sagði Baldvin.

Björn Berg hefur verið orðaður við FH síðustu ár, en hann er búinn að vera að byrja síðustu leiki Stjörnunnar. Því er Brynjar Gauti líklegri möguleiki fyrir Fimleikafélagið eins og staðan er núna. Félagaskiptaglugginn opnar eftir mánuð.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.
Innkastið - Mjög vont verður enn verra hjá Val og FH
Athugasemdir
banner
banner
banner