Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júní 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Flautaði þegar Ísland féll í B-deildina og dæmir fyrsta leikinn þar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mætir Ísrael í kvöld í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn hefst kl. 18:45 á Sammy Ofer leikvangnum í Haífa og er hann í beinni útsendingu, og í opinni dagskrá, á Viaplay, auk þess að vera í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Andris Treimanis frá Lettlandi mun dæma leikinn en hann á fjölda leikja að baki í Evrópudeildinni og einnig hefur hann dæmt hina ýmsu landsleiki.

Hann hélt um flautuna á Laugardalsvelli þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Belgíu í október 2020. Með tapinu var fall Íslands úr A-deild Þjóðadeildarinnar niður í B-deildina.

Aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn í kvöld koma líka frá Lettlandi en Hollendingar sjá um VAR-myndbandsdómgæsluna. Aðal VAR dómari er Jeroen Manschot.
Athugasemdir
banner
banner