Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júní 2022 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta stig Íslands í Þjóðadeildinni er loksins komið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísrael 2 - 2 Ísland
1-0 Liel Adaba ('25 )
1-1 Þórir Jóhann Helgason ('42 )
1-2 Arnór Sigurðsson ('52 )
2-2 Shon Weissman ('84 )
Lestu um leikinn

Ísland þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni en það var margt jákvætt við leik liðsins gegn Ísrael á útivelli í kvöld.

Íslenska liðið hefur leikið í A-deild í fyrstu tveimur útgáfum Þjóðadeildarinnar og ekki komist nálægt því að vinna leik. Fyrsti leikurinn í B-deild var í kvöld.

Ekki byrjaði hann nú vel því Liel Adaba eftir frekar klaufalegan varnarleik hjá okkar mönnum.

En strákarnir okkar svöruðu markinu vel. Þeir sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og svo kom jöfnunarmarkið á besta tíma. Þórir Jóhann Helgason jafnaði metin með sínu fyrsta landsliðsmarki.

Svo skoraði Arnór Sigurðsson og kom Íslandi yfir snemma í seinni hálfleiknum. Hörður Björgvin Magnússon kom boltanum upp og átti stórkostlega sendingu inn á Arnór sem kláraði vel. Arnór hefur lítið sem ekkert spilað með félagsliði sínu á Ítalíu eftir áramót en fékk tækifæri í kvöld og er að nýta það með því að skora.

En því miður tókst ekki að landa sigrinum. „Leidner keyrir upp vinstri vænginn og setur boltann fast inn á teiginn þar sem Shon Weissman er og skallar boltann í netið," skrifaði Anton Freyr Jónsson þegar Ísrael jafnaði.

Heimamenn voru óheppnir að stela ekki sigrinum undir lokin þar sem okkar menn virkuðu heldur orkulausir.

Lokatölur 2-2 og er þetta fyrsti leikurinn sem við töpum ekki í Þjóðadeildinni. Samt er þetta súrt því það var tækifæri til að vinna þennan leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner