fim 02. júní 2022 10:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Gummi Tóta fær ekki framlengingu í Álaborg
Gummi Tóta á tólf A-landsleiki.
Gummi Tóta á tólf A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AaB Álaborg hefur ákveðið að bjóða Guðmundi Þórarinssyni ekki nýjan samning. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og Vísir fjallar um.

Guðmundur kom til Álaborgar snemma á árinu og samdi út tímabilið. Hann lék sex leiki fyrir félagið og er nú á förum.

„Guðmundur hefur spilað vel þegar hann hefur verið leikfær en hefur verið óheppinn með meiðsli. Hann hefur ekki náð að spila marga leiki í röð og það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að framlengja ekki samning hans," sagði André Olsen, yfirmaður íþróttamála hjá AaB.

Guðmundur er þrítugur og hefur komið víða við. Hann lék með New York City áður en hann fór til Álaborgar og varð hann MLS-meistari með bandaríska liðinu.

Hann hefur leikið tólf A-landsleiki en er ekki í hópnum sem mætir Ísrael í kvöld og leikur svo gegn Albaníu og San Marínó.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner