Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. júní 2022 13:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Heimir Hallgríms segist ekki vera að taka við Val
Heimir er fyrrum þjálfari Al Arabi.
Heimir er fyrrum þjálfari Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hávær orðrómur hefur verið í gangi um að Heimir Hallgrímsson sé að taka við þjálfun Vals af nafna sínum Heimi Guðjónsson. Sá fyrrnefndi neitar þessum fréttum hinsvegar alfarið í samtali við Vísi.

Hann segist enn vera að vonast eftir því að fá starf erlendis.

„Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,. Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag," segir Heimir.

Hann segir að það hafi alltaf verið í forgangi hjá sér að taka að sér starf erlendis og það sé enn stefnan.

Valsmenn hafa tapað fjórum leikjum í röð og staða Heimis Guðjónssonar verið mikið í umræðunni. Fullyrt hefur verið að þjálfarabreytingar séu á döfinni en Valsmenn hafa lítið gefið upp. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson sagði við Vísi að Heimir Guðjónsson væri „eins og er" þjálfari Vals.
Athugasemdir
banner
banner
banner