banner
   fim 02. júní 2022 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörður Björgvin: Ég get tekið þetta á mig
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fengum mark á okkur snemma en það ýtti okkur aðeins upp," sagði Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafntefli gegn Ísrael í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

„Við fundum fyrir því að þeir pressuðu rosa mikið. Þeir gátu ekki pressað í 90 mínútur og við fengum tækifæri til að spila aðeins boltanum," sagði Hörður við Viaplay.

Ísland komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en náði ekki að landa sigrinum.

„Ég get tekið þetta á mig," sagði Hörður um jöfnunarmark Ísrael. „Þetta voru mistök hjá mér. Ég hélt ég væri með manninn en hann var langt frá. Þetta fer í reynslubankann."

Hörður lagði upp annað markið með stórkostlegri sendingu en var svekktur að ná ekki sigrinum. „Það er svekkjandi að það hafi ekki verið lokamarkið. Við sýndum karakter og ég hrósa öllum þessum ungum strákum. Við erum með mjög ungt lið og við gerðum vel í mörgu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner