Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. júní 2022 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári tók fyrir markið - „Ekki vera að renna þér á rassinn"
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið leit ekki vel út í markinu sem Ísrael skoraði í fyrri hálfleik í leik sem er núna í gangi í Þjóðadeildinni.

Farið var yfir markið í hálfleik þar sem Kári Árnason, einn besti varnarmaður í sögu landsliðsins, gagnrýndi varnarleik liðsins.

„Brynjar verður bara að taka þennan mann niður, annað hvort negla boltanum í innkast eða taka manninn og brjóta á honum. Það er alltof auðvelt að leyfa honum þessa sendingu. Þegar þú ert kominn svona nálægt honum þá verður þú að fara almennilega í hann. Ekki vera að renna þér á rassinn," sagði Kári sem setti spurningamerki við staðsetningu Brynjars.

„Mér finnst líka að þeir séu orðnir margir þarna hægra megin. Þórir er kominn lengst út. Er ekki spurning að halda Brynjari miðsvæðis og Þóri dettur þá þessa tvo metra niður á þennan mann og lokar sendingaleiðinni?"

„Ég veit ekki hvað uppleggið er nákvæmlega en þetta lítur ekki vel út," sagði Kári.

„Það er það sama með Alfons... þetta er bara einfaldur þríhyrningur. Þú verður að kunna að verjast þríhyrningsspili sem bakvörður. Svo einfalt er það. Brynjar leyfir sendinguna inn fyrir, en Alfons verður að bera ábyrgð á þessum kantmanni."

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner