fim 02. júní 2022 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lacazette ákveður að fara aftur heim
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette er á leið aftur til Frakklands þar sem hann mun ganga í raðir Lyon á frjálsri sölu.

Fjölmiðlar á Bretlandseyjum og Frakklandi fjalla um þessi tíðindi.

Þessi 31 árs gamli sóknarmaður fór til Arsenal frá Lyon fyrir allt að 60 milljónir evra. Hann hafði raðað inn mörkunum inn með Lyon en náði ekki að standa undir verðmiðanum með Arsenal. Hann skoraði samt sem áður 71 mark í 206 leikjum fyrir Lundúnafélagið.

Samningur hans við Arsenal rennur út í lok þessa mánaðar og verður ekki endurnýjaður.

Stjórnarfólk Lyon hefur talað um það opinberlega að vilja fá Lacazette aftur heim og núna er sá draumur að verða að veruleika, þeirra fyrrum stjarna er að mæta aftur á svæðið eftir fimm ára dvöl í London.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner