banner
   fim 02. júní 2022 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Stólarnir með endurkomu - FH á toppnum
Tindstóll gerði góða ferð í Víkina.
Tindstóll gerði góða ferð í Víkina.
Mynd: Hrefna Morthens
Elín gerði tvö fyrir topplið FH.
Elín gerði tvö fyrir topplið FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll vann virkilega flottan sigur á Víkingi Reykjavík í toppbaráttuslag í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Leikið var á heimavelli hamingjunnar í Víkinni og þar var það heimaliðið sem komst yfir eftir aðeins tólf mínútna leik; Hulda Ösp Ágústsdóttir með markið.

Undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu hins vegar gestirnir metin er Hannah Jane Cade skoraði. Dómarinn var svo varla búinn að flauta á seinni hálfleikinn þegar Stólarnir tóku forystuna. „Þetta tók ekki langan tíma! Frábær sókn sem Hannah Cade býr til fyrir Tindastól. Var sterk á miðjunni og sendi Murielle í gegn í dauðafæri! Andrea gerði vel og varði frá Murielle en boltinn fór af Andrea og datt fyrir Hugrúnu sem var mætt til að fylgja á eftir og kom boltanum í netið!" skrifaði Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu.

Bæði lið áttu sína kafla í leiknum en Amber Michel var öflug í marki Tindastóls og sá til þess að sitt lið fer heim með stigin þrjú. Lokatölur 1-2 og er Tindastóll núna með tólf stig í þriðja sæti. Víkingur er með níu stig í fjórða sæti.

FH styrkti stöðu sína á toppnum með þægilegum sigri gegn Augnabliki. Hin efnilega Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir skoraði tvennu fyrir FH í leiknum sem endaði 0-5. FH er taplaust, með 13 stig. Augnablik er í áttunda sæti með þrjú stig.

Þá skoraði Mimi Eiden þrennu er Grindavík vann þægilegan sigur gegn Fjölni á útivelli, 0-3. Grindavík er núna í sjötta sæti með sjö stig og Fjölnir er í níunda sætinu með eitt stig.

Víkingur R. 1 - 2 Tindastóll
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('12 )
1-1 Hannah Jane Cade ('41 )
1-2 Hugrún Pálsdóttir ('46 )
Lestu um leikinn

Augnablik 0 - 5 FH
0-1 Shaina Faiena Ashouri ('3 )
0-2 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('23 )
0-3 Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('43 )
0-4 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('79 )
0-5 Berglind Freyja Hlynsdóttir ('81 )

Fjölnir 0 - 3 Grindavík
0-1 Mimi Eiden ('13 )
0-2 Mimi Eiden ('32 , Mark úr víti)
0-3 Mimi Eiden ('84 )
Athugasemdir
banner