Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. júní 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael Anderson: Stjórnin hefði getað rekið alla leikmennina
Mikael fyrir miðju
Mikael fyrir miðju
Mynd: KSÍ
David Nielsen
David Nielsen
Mynd: AGF
David Nielsen verður ekki þjálfari danska félagsins AGF á næsta tímabili eftir að hafa verið við störf þar í fjögur og hálft ár.

AGF olli vonbrigðum á tímabilinu og stóðst liðið alls ekki væntingar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og stuðningsmenn höfðu. Liðið ætlaði sér að enda í efri hluta Superliga en rétt hélt sæti sínu í deildinni. Liðið vann ekki leik í síðustu fjórtán umferðunum.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson ræddi um brotthvarf David Nielsen.

„Ég held að fjölmiðlamenn og sérfræðingar í sjónvarpi vilji alltaf kenna þjálfaranum um og segja að þetta sé honum að kenna. En við leikmenn þurfum líka að horfa inn á við. Við stóðum okkur ekki sem skyldi yfir tímabilið og það er okkur að kenna að þetta endaði eins illa og raun bara vitni."

„Auðvitað eru taktískir hlutir sem lagt er upp með en þegar leikurinn byrjar er það undir leikmönnum komið að standa sig - og við höfum ekki gert það. Svo einfalt er það. Við leikmenn berum mesta ábyrgðina á tímabilinu sem við áttum,"
sagði Mikael við campo.dk.

„Ég sem leikmaður ber mikla ábyrgð á því hvernig hlutirnir fóru. Mér þykir miður að það endaði á David að við leikmenn gerðum ekki betur en þetta."

Finnst Mikael ósanngjarnt að David Nielsen sé ekki lengur þjálfari AGF þar sem úrslitin séu leikmönnum að kenna?

„Þetta er erfitt. Ef stjórnin gæti rekið alla leikmenn og fengið inn 20 nýja, þá hefði hún alveg getað farið þá leiðina. En stundum þá held ég að menn þurfi nýtt upphafi og ferska vinda eftir erfitt tímabil. Eins og AGF sagði í yfirlýsingu sinni þá er þetta góð lausn fyrir alla og David var á því að það þyrfti nýja orku og sýn á hlutina. Stjórnin var örugglega á sama máli," sagði Mikael.

Sjá einnig:
Óskar Hrafn orðaður við stöðuna hjá AGF
Athugasemdir
banner
banner
banner