Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 02. júní 2022 18:32
Elvar Geir Magnússon
Rúrik gagnrýnir KSÍ: Ekki nógu fagmannlegt
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður, gagnrýndi KSÍ í upphitunarþætti Viaplay fyrir landsleik Ísrael og Íslands sem hefst klukkan 18:45.

Mikið hefur verið rætt um þær fréttir að einhverjir leikmenn hafi frétt það á netinu að þeir hafi verið valdir í hópinn. Rúrik var spurður að því hvort það hafi verið venjan á hans landsliðsferli að hann hafi fengið símtal.

„Stutta svarið er já. Þú fékkst alltaf símtal frá sambandinu. Gunni Gylfa hringdi í hvern einasta leikmenn, eða þjálfararnir, og heyrðu hvernig leikmönnum liði með þetta. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé áhugaleysi eða metnaðarleysi," segir Rúrik.

„Þessi óheppilegu atvik hjá KSÍ upp á síðkastið koma mér á óvart. Þetta er ekki nógu fagmannlegt."

„Það virðist einhver óeining milli KSÍ og leikmanna. Ég held að það sé alveg á hreinu. Sem þjálfari viltu að leikmenn séu tilbúnir að deyja fyrir landsliðið og landið. Ég upplifi stöðuna ekki alveg þannig í dag. Þessi hröðu kynslóðaskipti þyrftu ekki að vera svona hröð ef það væri eining milli sambandsins og leikmanna."

Sjá einnig:
Gagnrýnir Arnar harðlega - „Nóg að vera ungur og í erlendu félagsliði"
Athugasemdir
banner
banner
banner