Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. júní 2022 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin - Ísland búið að snúa leiknum við
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er búið að koma sér í forystu gegn Ísrael í leik sem er núna í gangi.

Lestu um leikinn: Ísrael 2 -  2 Ísland

Við lentum undir snemma leiks eftir frekar klaufalegan varnarleik.

En íslenska liðið svaraði vel og er núna komið í forystu. Þórir Jóhann Helgason jafnaði metin með sínu fyrsta landsliðsmarki.

Svo skoraði Arnór Sigurðsson og kom Íslandi yfir. Hörður Björgvin kom boltanum upp og átti stórkostlega sendingu inn á Arnór sem kláraði vel.

Arnór hefur lítið sem ekkert spilað með félagsliði sínu á Ítalíu eftir áramót en fékk tækifæri í kvöld og er að nýta það vel.

Hægt er að sjá fyrra mark Íslands með því að smella hérna og seinna markið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner