Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 02. júní 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Var að „skíta á sig" af stressi þegar Xavi hringdi
Pablo Torre.
Pablo Torre.
Mynd: Getty Images
Hinn nítján ára gamli Pablo Torre verður leikmaður Barcelona í sumar en hann kemur frá Racing Santander.

„Þetta gerðist mjög snöggt. Umboðsmaður minn sagði mér hvað væri í gangi, ég var í verkefni með U19 landsliðinu þegar ég fékk myndbandssímtal frá Xavi," segir Torre.

„Hann útskýrði fyrir mér hugsunina varðandi mig. Ég var að skíta á mig af stressi."

Real Madrid hafði einnig áhuga á þessum unga sóknarmiðjumanni en hann segir að það hafi verið draumur sinn að spila fyrir Barcelona.

Hann skoraði tíu mörk og átti tíu stoðsendingar í 33 leikjum í spænsku C-deildinni á nýliðnu tímabili. Ætlunin er að hann muni spila fyrir B-lið Barcelona á næsta tímabili en verður með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner