Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júní 2022 10:44
Elvar Geir Magnússon
Skoskur úrvalsdeildardómari kemur út úr skápnum
Craig Napier.
Craig Napier.
Mynd: Getty Images
Craig Napier er fyrsti skoski fótboltadómarinn sem kemur út úr skápnum. Hann fylgir í fótspor fótboltamannana Josh Cavallo og Jake Daniels sem nýlega opinberuðu að vera samkynhneigðir.

Napier segir að ákvörðun þessara leikmanna hafi verið sér hvatning og telur að það sé tími til að sjá viðhorfsbreytingar innan íþróttarinnar.

„Þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að gera. Það hefur verið erfitt ferðalag að komast að þessum punkti. Það er mjög mikilvægt að fólk eins og ég sé tilbúið að gera þetta," sagði Napier í þegar hann sast niður í viðtali við skoska fótboltasambandið.

„Þetta ætti ekki að vera fréttapunktur en á þessum tíma þarf þess. Við þurfum að koma í gegn viðhorfsbreytingum svo fólk finni að það getur verið það sjálft og lifað ánægt og þægilega í eigin skinni. Það þarf að koma því inn í fótboltann."

Napier dæmir í skosku úrvalsdeildinni og starfar einnig sem læknir. Hann segir að í læknastarfinu hafi hann alltaf talað opinskátt um kynhneigð sína og aldrei upplifað neikvæða reynslu af því.

„Það eru enn einhverjar hindranir í fótboltanum. Vonandi get ég aðstoðað við það í Skotlandi að gera það þægilegra fyrir aðra sem koma út í framtíðinni," sagði Napier.

Cavallo, leikmaður Adelaide United í Ástralíu, kom úr skápnum í október og varð þá eini opinberlega samkynhneigði atvinnumaðurinn í fótbolta í heiminum . Daniels sem spilar fyrir Blackpool í ensku B-deildinni sagði frá því í maí að hann væri samkynhneigður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner