fim 02. júní 2022 23:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að Sara geti hentað Bayern, Chelsea og Man City vel
Sara kemur inn á í leik með íslenska landsliðinu.
Sara kemur inn á í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara er að yfirgefa herbúðir Lyon.
Sara er að yfirgefa herbúðir Lyon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, farsælasta fótboltakona sem komið hefur frá Íslandi, er núna að leita sér að nýju félagi.

Sara Björk gekk til liðs við Lyon sumarið 2020 og var fljót að láta til sín taka með því að skora í úrslitaleik Meistaradeildarinar gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg.

Hún er núna að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var í hóp er Lyon vann Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði, en það er ljóst að hún mun yfirgefa félagið í sumar og róa á önnur mið.

„Það er margt í boði og spurn­ing­in er hvað hent­ar best á þess­um tíma­punkti. Deild­irn­ar í Englandi, Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni eru all­ar mjög spenn­andi og ég vil halda mig á þeim slóðum," sagði Sara við Morgublaðið á dögunum. Í samtali við Vísi talaði hún hefði ekki alveg verið nægilega sátt við þann stuðning sem hún fékk frá Lyon á meðan hún var ólétt.

Hvert mun hún fara? Það er stór spurning en það hafa ekki mörg félög verið nefnd til sögunnar til þessa.

Abdullah Abdullah, fjölmiðlamaður og leikgreinandi, birtir á Twitter þrjú félög sem hann telur að geta hentað Söru vel.

„Öflugur leikmaður sem hefur margt af gefa. Chelsea, Manchester City og Bayern München geta klárlega nýtt sér krafta hennar," skrifar Abdullah.

Það væri nú athyglisvert að sjá Söru í enska boltanum sem er á mikilli uppleið eða hjá Bayer sem er núna mikið Íslendingafélag. Hjá Bayern eru nú þegar þrír Íslendingar; Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Sara þekkir það að spila í Þýskalandi en hún lék áður með Wolfsburg við mjög góðan orðstír.

Sara verður í eldlínunni í sumar þegar Ísland leikur á Evrópumótinu í Englandi. Það verður fróðlegt að sjá hvort hún verði búin að semja við annað félag fyrir EM.


Athugasemdir
banner
banner
banner