Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 02. júní 2022 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Ronaldo byrjaði á bekknum í jafntefli gegn Spáni
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Noregur vann sinn leik.
Noregur vann sinn leik.
Mynd: EPA
Kulusevski skoraði fyrir Svíþjóð.
Kulusevski skoraði fyrir Svíþjóð.
Mynd: EPA
Það var mikill fjöldi leikja í Þjóðadeildinni á þessu fimmtudagskvöldi. Ísland gerði jafntefli gegn Ísrael og náði þar með í sitt fyrsta stig í þessari keppni - frá upphafi.

Í A-deild voru tveir leikir og þar mættust nágrannaþjóðirnar Spánn og Portúgal í stórleik.

Alvaro Morata kom Spánverjum yfir um miðbik fyrri hálfleik en Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal, þeir gáfust ekki upp og jöfnuðu metin áður en flautað var af. Ricardo Horta gerði jöfnunarmarkið.

Ronaldo byrjaði þennan leik reyndar á bekknum og kom hann inn á eftir klukkutíma leik. Ekki oft sem það gerist, að Ronaldo sé á bekknum hjá Portúgölum og sérstaklega ekki í svona stórleik. Mögulega eitthvað að glíma við meiðsli.

Tékkland vann þá sigur á Sviss í hinum leiknum í A-deild, 2-1. Sigurmarkið var sjálfsmark hjá Djibril Sow, leikmanni Sviss.

Í B-deild gerði Erling Braut Haaland sigurmark Noregs og Svíar lögðu Slóveníu að velli. Kosovó, Georgía og Grikkland unnu sína leiki í C-deild og Búlgaría gerði jafntefli við Norður-Makedóníu á heimavelli. Í D-deild var einn leikur og þar vann Eistland sigur á slakasta landsliði heims - San Marínó - 2-0.

A-deild
Tékkland 2 - 1 Sviss
1-0 Jan Kuchta ('11 )
1-1 Noah Okafor ('44 )
2-1 Djibril Sow ('58 , sjálfsmark)

Spánn 1 - 1 Portúgal
1-0 Alvaro Morata ('25 )
1-1 Ricardo Horta ('82 )

B-deild:
Serbía 0 - 1 Noregur
0-1 Erling Haland ('26 )

Slóvenía 0 - 2 Svíþjóð
0-1 Emil Forsberg ('39 , víti)
0-2 Dejan Kulusevski ('88 )

C-deild
Búlgaría 1 - 1 Norður-Makedónía
1-0 Kiril Despodov ('13 )
1-1 Milan Ristovski ('50 )

Kýpur 0 - 2 Kosóvó
0-1 Valon Berisha ('65 )
0-2 Edon Zhegrova ('78 )

Georgía 4 - 0 Gíbraltar
1-0 Khvicha Kvaratskhelia ('12 )
2-0 Guram Kashia ('33 )
3-0 Georges Mikautadze ('87 )
4-0 Valeri Qazaishvili ('88 )

Norður-Írland 0 - 1 Grikkland
0-1 Anastasios Bakasetas ('39 )

D-deild
Eistland 2 - 0 San Marínó
1-0 Robert Kirss ('24 )
2-0 Joonas Tamm ('32 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner