mán 02. júlí 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aðeins einn markvörður leikið eftir afrek Subasic
Mynd: Getty Images
Danijel Subasic, hinn 33 ára gamli markvörður Mónakó í Frakklandi, var hetja Króatíu þegar þeir sigruðu Danmörku í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í gær.

Það þurfti að útkljá viðureignina með vítaspyrnukeppni og þar voru það Króatar sem voru hlutskarpari.

Subasic gerði sér lítið fyrir og varði þrjár vítaspyrnur.

Aðeins einn markvörður hefur gert það áður, varið þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnurkeppni á HM. Sá markvörður var hinn portúgalski Ricardo, sem varði þrjár spyrnur gegn Englandi í 8-liða úrslitunum árið 2006. Það er mjög eftirminnilegt.

Kasper Schmeichel, markvörður Danmerkur, varði tvær spyrnur í gær, en það var ekki nóg.

Sjá einnig:
Hetja Króatíu spilar alltaf með mynd af vini sínum



Á EM 2004 fór Ricardo líka illa með England. Þá skoraði hann sjálfur úr síðustu spyrnunni.


Athugasemdir
banner
banner