Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. júlí 2018 16:52
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Belgíu og Japan: Kompany byrjar í fyrsta skipti
Fyrsti byrjunarliðsleikur Kompany á HM verður í dag.
Fyrsti byrjunarliðsleikur Kompany á HM verður í dag.
Mynd: Squawka Football
Kagawa byrjar hjá Japan.
Kagawa byrjar hjá Japan.
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð fyrir leik Belgíu og Japan í 16-liða úrslitum HM. Liðin eigast við klukkan 18:00 í beinni á RÚV.

Belgar hafa unnið alla þrjá leiki sína á HM og þeir mæta með sína öflugust sveit til leiks.

Varnarmaðurinn reyndi Vincent Kompany er í byrjunarliðinu í fyrsta skipti á HM en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Kompany kom inn á sem varamaður gegn Englandi í lokaleik riðilsins og hann byrjar í dag.

Eden Hazard, Kevin de Bruyne og Romelu Lukaku eru allir á sínum stað og sóknarkrafturinn því til staðar hjá Belgum.

Japanar gera sex breytingar á byrjunarliði sínu síðan í 1-0 tapinu gegn Póllandi í lokaumferð H-riðils. Shinji Okazaki, framherji Leicester, missir meðal annars sæi sitt í liðinu.

Shinji Kagawa, leikmaður Borussia Dortmund, kemur inn í liðið eftir að hafa ekki komið við sögu gegn Póllandi.

Sigurliðið í leiknum í dag mætir Brasilíu í 8-liða úrslitunum á laugardaginn.

Belgía: Courtois, Alderweireld, Kompany, Vermaelen, Meunier, De Bruyne, Witsel, Carrasco, Mertens, E. Hazard, R. Lukaku
Japan: Kawashima, Shoji, Nagatomo, Sakai, Yoshida, Shibasaki, Haraguchi, Kagawa, Inui, Hasebe, Osako

Athugasemdir
banner
banner