Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 02. júlí 2018 12:59
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Brasilíu og Mexíkó: Springur Neymar út í dag?
Neymar bregður á leik á æfingu.
Neymar bregður á leik á æfingu.
Mynd: Getty Images
Marcelo er á bekknum vegna bakmeiðsla.
Marcelo er á bekknum vegna bakmeiðsla.
Mynd: Getty Images
Klukkan 14 hefst leikur Brasilíu og Mexíkó í 16-liða úrslitum HM. Sigurliðið mætir sigurvegaranum úr viðureign Belgíu og Japan sem fram fer í kvöld.

Felipe Luis byrjar leikinn í staðinn fyrir Marcelo sem er að glíma við meiðsli í baki og fór af velli gegn Serbíu. Marcelo er á bekknum og gat æft í gær en engar áhættur eru teknar með hann.

Hægri bakvörðurinn Danilo er að snúa úr meiðslum en Fagner heldur þó byrjunarliðssæti sínu.

Það vantar lykilmann hjá Mexíkó, Hector Moreno miðvörður tekur út leikbann eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Hinn 39 ára Rafa Marquez kemur inn í hans stað.

Brasilía hefur aldrei tapað fyrir Mexíkó á HM en liðin hafa mæst þar fjórum sinnum, þrír brasilískir sigrar og eitt jafntefli. Þetta verður HM leikur númer 57 hjá Mexíkó en ekkert annað lið sem ekki hefur unnið HM hefur leikið það marga leiki.

Margir telja að Brasilía sé sigurstranglegasta liðið á HM þetta árið en spennandi verður að sjá hvort stjörnusóknarmaðurinn Neymar muni loks springa út í dag.

Byrjunarlið Brasilíu: Fágner, Thiago Silva, Miranda e Filipe Luís; Paulinho, Casemiro e Philippe Coutinho; Willian, Gabriel Jesus, Neymar.

Byrjunarlið Mexíkó: Álvarez, Ayala, Salcedo, Gallardo; Márquez, Herrera, Guardado; Vela, Lozano, Chicharito.


Athugasemdir
banner
banner
banner