Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. júlí 2018 14:28
Elvar Geir Magnússon
David de Gea: We're fucked
De Gea átti ekki gott HM.
De Gea átti ekki gott HM.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David de Gea átti ekki gott heimsmeistaramót. Hann gerði klaufamistök í riðlakeppninni og var ekki sannfærandi í vítaspyrnukeppninni gegn Rússlandi í gær þar sem Spánverjar féllu úr leik.

Mörg stór nöfn hafa fallið úr leik á HM og spænska liðið skellti sér í þann flokk í gær.

Sjá einnig:
Mikil reiði í spænskum fjölmiðlum

De Gea, sem ver mark Manchester United, er af mörgum talinn besti markvörður í heimi.

Í Twitter færslu, sem er bæði skrifuð á spænsku og ensku, þakkar De Gea þeim sem studdu liðið, þjáðust með því og gagnrýndu það af virðingu. „We're fucked" skrifar hann síðan en það verður ekki þýtt hér.

„Við munum standa upp aftur og gefumst aldrei upp."


Athugasemdir
banner