Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. júlí 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Belgíu og Japan: Yoshida bestur þrátt fyrir tap
Lukaku komst ekki neitt.
Lukaku komst ekki neitt.
Mynd: Getty Images
Belgía mætti Japan í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í dag og bjuggust flestir við sigri frá Belgum.

Belgar voru betri en staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa og komu Japanir grimmir út í síðari hálfleikinn.

Genki Haraguchi og Takashi Inui skoruðu fyrir Japan í upphafi síðari hálfleiks. Belgar gerðu tvær skiptingar sem gjörbreyttu leiknum og jöfnuðu skömmu síðar, með mörkum frá Jan Vertonghen og Marouane Fellaini sem var besti maður Belgíu í leiknum.

Varamaðurinn Nacer Chadli gerði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins, en besti maður vallarins var Maya Yoshida, miðvörður Japan sem hélt Romelu Lukaku í skefjum allan leikinn.

Thibaut Courtois og Yannick Carrasco voru verstu menn vallarins.

Belgía:
Thibaut Courtois - 5
Toby Alderweireld - 7
Vincent Kompany - 7
Jan Vertonghen - 6
Thomas Meunier - 6
Axel Witsel - 6
Kevin De Bruyne - 6
Yannick Carrasco - 5
Dries Mertens - 6
Eden Hazard - 7
Romelu Lukaku - 6
(Fellaini 8, Chadli 7)

Japan:
Eiji Kawashima - 7
Hiroki Sakai - 7
Maya Yoshida - 8 Maður leiksins
Gen Shoji - 6
Yuto Nagatomo - 6
Gaku Shibasaki - 7
Makoto Hasebe - 7
Takashi Inui - 8
Shinji Kagawa - 7
Genki Haraguchi - 7
Yuya Osako - 7
(Yamaguchi 6, Honda 6)
Athugasemdir
banner
banner
banner